ICELANDIC SUSTAINABLE FISHERIES
  • Sjálfbærar fiskveiðar
  • Food and Fun 2023
  • MSC vottaðar veiðar
  • ISF aðildarfyrirtæki
  • Innra net
  • In English

Vottaðar veiðar


MSC vottaðar veiðar við Ísland

Icelandic Sustainable Fisheries er eigandi fiskveiðiskírteina sem hafa verið vottuð samkvæmt MSC staðlinum vegna veiða á þorski, ýsu, gullkarfa, ufsa, löngu, grálúðu, síld, loðnu, steinbít, kola, blálöngu, keilu, kolmunna, þykkvalúru og rækju.

Fyrirtæki sem eru hluthafar í ISF hafa aðgang að fiskveiðiskírteinum félagsins og geta selt vöru sína sem MSC vottaða út úr landinu.

Aðild að ISF er opin fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja geta selt MSC vottaðar sjávarafurðir úr landi. 

Fiskveiðiskírteini ISF ná nú til sautján tegunda en fjöldi veiðarfæra sem er vottaður fyrir hverja tegund er mismunandi.

ISF er í eigu fyrirtækja sem veiða fisk, framleiða sjávarafurðir og selja sjávarafurðir frá Íslandi og markmið félagsins er að fjölga tegundum sem hafa MSC vottuð fiskveiðiskírteini. 

Til að geta fengið útgefin og staðfest fiskveiðiskírteini þarf að sýna fram á vistvænar veiðar, styrkleika fiskistofna, ábyrga og sjálbæra fiskveiðistjórnun. Íslenskar fiskveiðar eru mjög framarlega á alþjóðavísu á mælikvarða sjálfbærrar nýtingar fiskistofna og umgengni við lífríki hafsins.

​Þorskur (Gadus morhua)
Vottun á þorski nær til veiða innan 200 mílna lögsögu, fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Demersal Otter Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)
  • Uppsjávartroll (e. Pelagic Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Rækjutroll (e. Shrimp Trawl)
  • Sjóstöng (e. Sport Fishing)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31301 og gildistími er frá 24. desember 2022 til 23. desember 2027. 

Ýsa (Melangrammus aeglefinus)
Vottun á ýsu nær til veiða innan 200 mílna lögsögu, fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Demersal Otter Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)
  • Uppsjávartroll (e. Pelagic Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31302 og gildistími er frá 24. desember  2022 til 23. desember 2027.

Ufsi (Pollachius virens)
Vottun á ufsa nær til veiða innan 200 mílna lögsögu, fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Íslensk síld (Clupea harengus)
Vottun á síld gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og nær til veiða innan íslenskrar lögsögu sem er á FAO svæðinu 27 North East Atlantic, ICES Subarea Va og til þessara veiðarfæra:
  • Flottroll (e. Mid-water trawl mesh size 40mm)
  • Hringnót (e. Purse seine with mesh size 31mm)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er  MSC-F-31464 og gildistími er frá 13. nóvember 2020 til 12. nóvember 2025

Langa (Molva molva)
Vottun á löngu gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, nær til veiða innan 200 mílna lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Steinbítur (Anarhicas lupus)
Vottun á steinbít gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan 200 mílna lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Blálanga (Molva dypterygia)
Vottun á blálöngu gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan 200 mílna lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

​Rækja - úthafs- og innfjarðar (Pandalus borealis)
Vottun á rækju nær til íslenskra fiskiskipa með leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og eftirfarandi veiðsvæði fengið vottun um sjálfbærar veiðar:
  • Úthafsveiðar (e. Offshore, north of Iceland, within ICES area Va2)
  • Eldey
  • Snæfellsnes
  • Arnarfjörður
  • Ísafjarðardjúp

Vottunin nær til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)

​Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31403 og gildistími er frá 30. október 2018 til 30. október 2023.

Skötuselur (Lophius piscatorius)
Vottun á skötuselsveiðum gildir innan íslensku efnahagslögunnar fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu og gildir fyrir eftirtalin veiðarfæri: 
  • Botnvörpu (e. Bottom Trawl)
  • Humarvörpu (e. Nephrops trawl) 
  • Dragnót (e. Danish seine)
  • Net (e. Gillnet)
  • Skötuselsnet (e. Anglerfish gillnet)
  • Línu (e. Longline)

​Skráningarnúmer skírteinisins fyrir skötuselsveiðar er  MSC-F-31350 og gildir frá  25. janúar 2018 til 24. janúar 2024.

Gullkarfi (Sebastes marinus)
Vottun á gullkarfa nær til veiða allra íslenskra fiskveiðiskipa sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, innan 200 mílna lögsögu, ásamt svæða Vb, XIVb1 og XIVb2  og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus)
Vottun á hrognkelsi nær til veiða innan íslenskrar lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Netaveiði (e. Gill net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31489 og gildistími er frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.
​

Loðna (Mallotus villosus)
Vottun á loðnuveiðum gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, nær til veiða á hafsvæðinu ICES Divisions Va and East Greenland, FAO Fishing Area 27 og til þessara veiðarfæra:
  • Flottroll (e. Pelagic trawl)
  • Hringnót (e. Purse seine)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er  MSC-F-31299 og gildistími er frá 18. október 2022 til 17. október 2027.

Skarkoli (Pleuronectes platessa)
Vottun á skarkola gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan 200 mílna lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Keila (Brosme brosme)
Vottun á keilu gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan 200 mílna lögsögu og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops Trawl)
  • Snurvoð (e. Danish Seine)
  • Lína (e. Long Line)
  • Handfæri (e. Hand Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31436 og gildistími er frá 10. september 2019 til 09. september 2024.

Grálúða (Reinhardtius hippoglossoides)
Vottun á grálúðu gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan ICES hafsvæðis Va og til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Lína (e. Long Line)
  • Netaveiði (e. Gill Net)
  • Rækjuvarpa (e. Shrimp trawl)
  • Flottroll (e. Pelagic trawl)

Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31336  og gildistími er frá 20. júlí 2017 til 18. apríl 2023.

​Þykkvalúra (Microstomus kitt)
Vottun á þykkvalúru nær til íslenskra fiskiskipa með leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, innan íslenskrar efnahagslögsögu og til eftirfarandi veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)
  • Humarvarpa (e. Nephrops trawl)
  • Dragnót (e. Danish seine)

​Skráningarnúmer skírteinisins fyrir þykkvalúruveiðar er MSC-F-31413 og gildir frá  3. janúar 2019 til 2. janúar 2024.

Barents Sea Fisheries - cod, haddock and saithe fishery
The certificate is owned by Faroe Islands Sustaianble Fisheries (FISF) and the certificate is called Faroe Islands and Iceland North East Arctic certificate. Vottun um sjálfbærar veiðar á þorski, ýsu og ufsa gildir fyrir öll íslensk fiskveiðiskip sem hafa leyfi til veiðanna frá Fiskistofu, það nær til veiða innan hafsvæðsins ICES Sub-areas I and II. 

Vottunin nær til þessara veiðarfæra:
  • Botn troll (e. Bottom Trawl)

​Skráningarnúmer MSC fiskveiðiskírteinisins er MSC-F-31322 og gildistími er frá 26. nóvember 2020 til 17. maí 2023.
Picture
Icelandic Sustainable Fisheries
Grandagarði 16
101 Reykjavík
Iceland
  • Sjálfbærar fiskveiðar
  • Food and Fun 2023
  • MSC vottaðar veiðar
  • ISF aðildarfyrirtæki
  • Innra net
  • In English